skötufnykur

Bærinn angar af skötulykt...eða svona næstum því. Allavega angar allt í skötulykt hjá gömlu. Skrapp aðeins til þeirra og eftir því sem ég nálgaðist íbúðina hjá þeim þá versnaði lyktin. Jú mikið rétt, þar var búið að elda skötu. Ooooojjjjjjj ég hef aldrei skilið hvernig fólk getur borðað þennan óþvera. Í denn þegar ég vann við verslunarstörf þá var tekið mjög pempíulega í skötupokan, pokinn skannaður og svo á færibandið og það sett á stað svo skötuógeðið færi sem lengst í burtu. Þrátt fyrir að liggja undir sápu og vatni í marga tíma þá var ég með skötufnykinn á höndunum öll jólin. Ofsalega er nú gott að vera laus við verslunarstörfin. Ég er mjög fegin því að þurfa ekki að vinna á aðfangadag og geta bara farið á jólaball og fundið jólaspenningin aukast dag frá degi í vinnunni. Reyndar einkenndist þessi mánuður af endalausum fríum hjá mér, sökum prófs og próflestrar en það er annað mál Grin

Og í lokin þá óska ég öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf

Namm hefði alveg verið til í skötu í dag, hún er bara góð !

Ólöf , 23.12.2007 kl. 17:51

2 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Gleðileg jól mín kæra

Brynja Hjaltadóttir, 25.12.2007 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna

Höfundur

Anna Þóra
Anna Þóra
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 8566

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband