hristingur og læti

Ég ætlaði nú alltaf að vera búin að blogga en svona er þetta bara, ég er með gullfiskaminni. Og minnið hefur örugglega minkað síðustu daga. Úff, stressið sem fylgir þessum bevítans skjálftum og sérstaklega þessum stóra. Ég var stödd í vinnuni og það var verið að drekka. Að sitja inn í eldhúsi og heyra hlutina brotna bak við þig og við lappirnar á sér, er mjög óþægileg tilfinning. Þessi var margfellt verri en skjálftinn árið 2000. Þessi stóð svo ferlega lengi. Reyndar brotnaði ekki mikið hjá mér en bæði gömlu og bróðir minn lentu verr í því. Það brotnaði ferlega mikið hjá gömlu, og sérstaklega af svona gömlum glervörum sem var bara orðið skraut í skápunum hjá þeim. Og leikskólinn var eins og eftir sprengjuárás. En það meiddist enginn og allir komu nokkuð heilir út úr þessu, allavega líkamlega og vonandi andlega líka, og það er jú fyrir öllu.

En að einhverju skemmtilegra tali. Vitið þið hvað er að gerast eftir viku. Ég veit það sko...jú EM í fótbolta er að byrja vííííí GrinÉg er svona eins og litlu krakkarnir að bíða eftir jólunum. Eins gott að allur skjálfti verið þá búinn. Það verst við þetta er að ég verð ekki komin í sumarfrí. En það góð er að ég tapa bara fyrir hálfleik af fyrri leik dagsins. Og ef mig langar rosalega mikið að horfa á fyrri hálfleikinn þá set ég bara á rúv+  Snilld að hafa svona + stöð Grin  Þar kom að því að ég færi að horfa á rúv daglega, það er ekki það oft sem hægt er að horfa á þá stöð, því miður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna

Höfundur

Anna Þóra
Anna Þóra
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 8507

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband