Færsluflokkur: Bloggar
31.5.2007 | 21:13
nei
Nei nei nei, ætlaði að horfa á uppáhaldsþáttinn minn en neinei, eithvað bull frá Alþingi...hver nennir að horfa á það??? Ekki ég, svo mikið er víst. Jæja horfi bara á Will og Grace í staðinn
En ætli það snjói meira þetta sumarið? Ja von að maður spyrji. Mér fannst nú hálf asnalegt að fara aftur í vetrafötin í síðustu viku en það er svona þegar maður vinnur á leikskóla, þá er eins gott að klæða sig eftir veðri. Svo rakst ég á hlussu randaflugu í gær og mitt fyrsta verk var að fara í búðina og kaupa bana. Já þessi kvikindi eiga ekki vona á góð ef þau voga sér að koma nálægt mér. Ég verð sko vopnuð bana Mér er alveg sama um kóngulær og pöddur en þegar kemur að þessum röndóttu kvikindum er ég fljót að láta mig hverfa. Alveg sama hvort það heitir randafluga eða geitungur. Jæja, farin að horfa á Will og Grace
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2007 | 21:42
hvert fór sumarið???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2007 | 18:13
smá blogg
Ég er nú ekki að standa mig í þessum bloggmálum.
En allavega heldur systir mín því fram að ég sé með búðareitrun. "Sjúkdómurinn" lýsir sér þannig að ég fer helst ekki að versla nema það sé ekkert orðið til og endar oftast í einhverjum pirring. Sérstaklega ef mig vantar eithvað ákveðið og ég er bara ekki að finna það, jafnvel þó ég þræði allar verslanir á svæðinu. Skeði síðast í gær þegar ég ætlaði að kaupa jakka. En fer ekki út í það, verð bara pirruð aftur Jæja í gærkvöld var svo komið að árgangsmótinu. Já heil 20 ár síðan ég hætti í gaggó. Gaman að hitta liðið, sérstaklega þau sem maður hefur ekki hitt í fjöldamörg ár...jú og hin líka auðvitað Komst að því að ein er að verða amma. Ekki mamma, heldur amma. Já, ég er sem sagt komin á ömmualdur og er bara rétt rúmlega 25!! Það var fín mæting á mótið og vel heppnað í alla staði. Og enn ein myndatakan. Er orðin nokkuð öflug í myndatökum. Og þá er ég ekki að meina myndir sem ég tek heldur er ég fyrir framan myndavélina..og ég er sko ekki mikið fyrir það. Jæja, það byrjaði í síðustu viku þegar það var myndataka í vinnuni. Gaurinn sem tók myndir þar sagði mér öruggelga 10 sinnum að brosa...ég geri lítið að því að brosa fyrir framan myndavélar. Daginn eftir fór ég í passamyndatöku af illri nauðsyn (það er svona þegar ég gretti mig á öllum myndum) og svo í gær var bekkjarmyndataka. Enda bara 20 ár síðan síðasta mynd var tekin Það verða ekki teknar fleirri myndir af mér á árinu.
Góða vinnuviku alles
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2007 | 17:14
fyrir óákveðna
Ég þoli ekki kosningar og hlakka mikið til þegar allur ruslpóstur frá flokkunum hættir að fylla póstkassan hjá mér. En fyrir ykkur sem eigið við sama vandarmál að glíma og ég...þ.e. að vita ekkert hvað þið eigið að kjósa að þá getur þetta kannski hjálpað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2007 | 15:15
Er hræðilegt í vinnunni ykkar?
Ef vinnudagurinn hefur verið hræðilegur prófaðu þá þetta:
Farðu í apótek á leiðinni heim og kauptu Johnson & Johnson hitamæli, enga aðra tegund. Þegar þú ert komin/n heim lokaðu þá að þér, dragðu gluggatjöldin fyrir og taktu símann úr sambandi. Farðu í mjög þægileg föt, t.d. íþróttagalla, og leggstu upp í rúmið þitt. Opnaðu pakkann og settu mælinn varlega á náttborðið. Taktu bæklinginn sem fylgir og lestu hann. Þú munt sjá að neðst stendur með litlum stöfum : Allir endaþarmsmælar frá Johnson & Johnson fyrirtækinu eru persónulega prófaðir.
Lokaðu nú augunum og segðu upphátt :
" Eg gleðst af öllu hjarta yfir því að ég vinn ekki á prófanadeildinni hjá Johnson & Johnson fyrirtækinu." Endurtaktu þetta fjórum sinnum.
Hafðu það svo gott og mundu að það er alltaf einhver sem er í verra starfi en þú.
Heppin ég að vera í skemmtilegu starfi Góða vinnuviku alles
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2007 | 15:05
ætli þetta virki núna?
Jæja ætli þetta virki núna? Bloggaði í morgun og hvað varð um þá færslu er mér hulin ráðgáta. Svei mér þá, ég og blogg eigum bara ekki samleið Allavega var bloggið um það hversu hættulegt það væri að komast ekki í vinnuna. Þegar ég var í handlegsbrotinu þá horfði ég á allar þær sápur sem ég gat...Leiðarljós, Beverly Hills og Melrose Place. Ég veit, botninum er náð þegar maður sest yfir Leiðarljósi. Sennilega hefði ég líka horft á sápurnar á stöð 2 ef ég hefði ekki fórnað þeirri stöð fyrir enska boltan. Sá bara fram á að ef ég væri með allar stöðvar þá kæmist ég ekki í vinnu fyrir sjónvarpsglápi. Jæja, síðustu daga hef ég legið í flensu og ekki tók betra við. Búin að horfa á endalaust marga þætti á netinu af Nágrönnum. Það var nú örugglega eina sjónvarpsefnið sem ég sá eftir þegar ég hætti með stöð 2. Eins gott að ég fari að komast aftur í vinnuna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 12:18
losna við hellu
Hvernig í ósköpunum á maður að losa sig við hellu í eyrunum? Öll ráð vel þegin. Ekki koma með að halda fyrir nefið og blása, það virkar ekkert. Hellan verður bara meiri þegar ég prufa það
Góða helgi alles
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2007 | 11:54
Flensuógeð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2007 | 11:07
Þekkir þú fínar dömur og alvöru konur í sundur?
Alvöru konur: Ef þú ofsaltaðir matinn er það bara assgoti pirrandi.
Fínar dömur: Það er auðvelt að lækna höfuðverk með því að skera límónu í sundur og nudda henni á ennið.
Alvöru konur: Taktu límónu og blandaðu henni við tekíla og salt og drekktu. Höfuðverkurinn hverfur sennilega ekki, en þér verður alveg sama.
Fínar dömur : Ef þú setur sykurpúða í botninn á vöffluformi, þá lekur ísinn ekki í gegnum það.
Alvöru konur: Sjúgðu bara ísinn úr vöffluforminu. Þú liggur hvort eð er örugglega með fæturna upp í loft í sófanum og borðar hann.
Fínar dömur : Þú getur komið í veg fyrir að kartöflur spíri með því að setja epli í pokann með þeim.
Alvöru konur: Kauptu karföflumúspakka, hann geymist í heilt ár í eldhússkápnum.
Fínar dömur: Kökur fá jafna, slétta áferð ef þú penslar þær með eggjahvítu áður en þær fara í ofninn.
Alvöru konur: Betty Crocker segir ekkert til um penslun á kökunni. Slepptu þessu bara .
Fínar dömur : Ef þú átt erfitt með að opna sultukrukku er gott að setja á sig gúmmíhanska. Þannig færðu betra grip. .
Alvöru konur: Biddu myndarlega, ríka og einhleypa nágrannann um að opna krukkuna!
Fínar dömur: Ekki hella afgangs rauðvíni. Það má frysta í ísmolabakka og nota í sósur seinna.
Alvöru konur: Hvað er afgangs rauðvín?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2007 | 21:36
það var á síðustu öld
Ég fékk smá nostragíu í dag. Ég þurfti að fara í Fjölbrautaskólan og ná í einkunir. Jæja allavega, ég fílaði mig ferlega gamla innan um þessa fáu nemendur sem þar sátu. Sem betur fer var skrifstofan enn á sínum stað. Ég bar upp erindið og þá þurfti konan á skrifstofunni endilega að spurja mig að því hvenær ég hefði verið nemandi þarna. Nú voru góð ráð dýr. Ég er haldin gullfiskaminni á háu stigi. Ég örugglega roðani og passaði mig að horfa ekki á konuna um leið og ég svaraði því að ég hefði verið þarna á síðari hluta, seinustu aldar. Sem betur fer hef ég aldrei tekið mig alvarlega, svo ég gat alveg tekið glottinu sem kom á konuna. Ég þekki manneskjuna ekki neitt en vonandi tekst henni að þurka af sér glottið. Nú hef er ég komin með einkunarblaðið í hendurnar en einhvernvegin held ég að það hjálpi ekki mikið. Ef öll plön ganga upp þá verður það einhverju öðru að þakka en einkunum úr fjölbraut
Ástæðan fyrir því að mig vantaði einkanirnar er ekki sú að ég sé haldin sjálfspyntingarhvöt. Það kemur í ljós síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Anna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 8680
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar