Færsluflokkur: Bloggar
25.8.2007 | 13:17
þreytt
Ætlunin var að blogga eitthvað voða gáfulegt hérna en er hálf andlega fjarverandi eftir að sitja á skólabekk alla síðustu viku. Ég hef ekki þurft að hugsa svona mikið í mörg ár En nokkuð ljóst að ég þarf að hugsa meira næstu árin og það verður meira en nóg að gera þennan tíma...en þetta skal hafast Góða helgi alles
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2007 | 22:43
úr einu í annað
Ég er bara ekki að nenna þessu bloggi.
En nú styttist í skólan. Bara ein og hálf vika þangar til. Ég er nú ekkert orðin neitt mjög kvíðin ennþá. En eins og þið vitið sem þekkið mig, þá er ég frekar óþolinmóð manneskja og vil helst bara byrja núna í skólanum. Já eiginlega bara að drýfa þetta af. Nenni ekki svona hangsi Jæja, kannski ágætt að skólinn sé ekki byrjaður. Tölvan er biluð Hún bara slekkur á sér og nær ekki að ræsa sig upp aftur...demm.
Ég er mjög ómannglögg. Held svei mér að þetta sé mín fötlun. Sá mann út í búð um daginn og vissi strax að ég ætti að þekkja hann. Eða hafði ég kannski bara séð hann í sjónvarpinu? Svo reyndist ekki vera því gaurinn heilsaði. Þó nokkrir dagar séu liðnir þá bara man ég ekki hvaðan ég þekki hann. Svei mér ef þetta var ekki sölumaður síðan ég vann við verslunarstörf í denn. Ekki spurja mig hvað hann seldi eða frá hvaða fyrirtæki. Gullfiskar muna ekki svona langt aftur í tíman
Jæja nenni ekki að blogga meira, enda nenni ég bara alls ekki að blogga. Sé til hvort ég blogga fyrir skóla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.7.2007 | 16:06
af netinu
Nóatúnsverslun og beint að kjötborðinu og segir við unga
afgreiðslumanninn:
ÉG VAR AÐ STEIKJA ÞETTA LÆRI SEM ÉG KEYPTI HÉR Í DAG OG ÞAÐ VARÐ EKKI AÐ
NEINU, ÉG ER MEÐ MATARBOÐ OG ÞETTA DUGAR EKKI : !( ÞRUMAÐI HANN ÚT ÚR SÉR)
Afgreiðslumaðurinn ungi horfði skelkaður á þann reiða og sagði svo:
Jáá , veistu hvað ? ég keypti mér lopapeysu um daginn, svo varð hún skítug,
ég henti henni í þvottavél og síðan í þurrkara og hún bara hvarf !!
...bætti svo við , heldur þú að þetta sé af sömu rollunni ??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2007 | 15:57
sól og blíða :)
Úff ég er við það að fá sólsting. Er komin með fullt af freknum og allse. Hefði samt ekkert á móti því að hafa alltaf svona veður Búin að sitja úti á svölum og hlusta á Sniglabandið í útvarpinu. Og auðvitað var hækkað í botn þegar Selfoss lagið kom, en ekki hvað? Þetta er snildar lag hjá þeim
Annars er fríið að klárast á morgunn. Það verður fínt að hitta krakkan aftur. Já og auðvitað vinnufélagana líka En jæja blogga meira seinna. Alltof gott veður til að vera í tölvunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2007 | 12:53
góður
Íslendingur.
Íslendingurinn var að borða á kaffihúsinu. Hann var að borða brauð
með ávaxtasultu og Normaðurinn var með tyggjó. Þá labbaði Normaðurinn að
Íslendinginum og spurði: "Borðar þú skorpurnar á brauðinu"?
-Íslendingurinn: "Já auðvitað. Af hverju spyrðu að þessu".
-Normaðurinn: "Ekki við í Noregi. Við sendum þær í endurvinnslu og búum til
brauð úr þeim og sendum til Íslands".
Eftir dálitla stund kom Normaðurinn aftur og spurði:
"Hvað gerir þú við híðið af ávöxtunum þegar þú borðar ávöxt".
-Íslendingurinn: "Auðvitað hendum við því í ruslið".
-Normaðurinn: "Ekki við. Við sendum það í endurvinnslu og búum til
ávaxtasultu úr því og sendum hana til Íslands".
Nú var Íslendingnum nóg boðið og sagði:
"Hvað gerir þú við smokkana þegar þú ert búinn að nota þá"?
-Normaðurinn:"Auðvitað hendum við þeim í ruslið".-
Íslendingurinn:
"Ekki við. Við sendum þá í endurvinnslu og búum til tyggjó úr þeim og
sendum til Noregs".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2007 | 16:35
:)
Dýrka þetta veður , það mætti sko alltaf vera svona
En jæja nú verða sagðar fréttir. Ég er að setjast á skólabekk...aftur. Og nú er það leikskólakennarinn. Fékk svar í dag frá kennaraháskólanum um að ég hefði komist inn Bjóst svo sem ekkert frekar við því en mikið svakalega er ég spennt að byrja. Er reyndar búin að taka út allan tilfinningaskalan frá a-ö í dag. Fyrst kom tilhlökkun, þá kvíð (enda ekki setið á skólabekki í mörg ár), stess, aftur tilhlökkun og núna spenningur. Á örugglega eftir að fara sama hringinn næstu daga Ég á samt alltaf eftir að hlakka til að byrja...segjum það allavega áður en annað kemur í ljós. En nú er ég bara farin aftur út í sólina með slúðurblöðin í von um að ég geti hugsað um eithvað annað í smástund.
Njótiði góða veðursins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.6.2007 | 13:10
ský ský burt með þig
Auglýsi hér með eftir sólinni. Ágætis veður og allt það, bara vantar sólina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2007 | 16:16
allir að syngja með :)
Blóminn springa út og þau svelgja í sig sól,
sumarið í algleymi og hálft ár enn í jól.
Í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag,
því lýðveldið Ísland á afmæli í dag.
:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:
Jóni heitnum Sigurðsyni færir forsetinn,
firnamikinn árvissan og stóran blómsveiginn.
Fjallkonan í múnderingu prílar upp á pall,
með prjáli les upp ljóð, eftir löngu dauðan kall.
(pent hún les upp ljóð, eftir löngu dauðan kall. )
:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:
Skrúðgöngurnar þramma undir lúðrasveitarleik,
lítil börn með blöðrur, hin eldri snafs og reyk.
Síðan líður dagurinn við hátíðannahöld,
heitar étnar pylsurnar við fjölmörg sölutjöld.
:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:
Um kvöldið eru allsstaðar útidansleikir,
að sunnan koma rándýrir skemmtikraftarnir.
En rigningin bindur enda á þetta gleðigeim,
því gáttir opnast himins og allir fara heim.
:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:
Höfundur texta: Bjartmar Hannesson
Höfundur lags: Haukur Ingibergsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2007 | 12:50
17. júní
Frekar óspennandi sjón þegar fólk kemur yfir brúnna, bærinn lítur út eins og það hafi fallið sprengja þar http://www.sudurland.net/frettir/nr/7932/
En Gleðilega Þjóðhátíðardag alles
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.6.2007 | 20:35
sumarfrí :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Anna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar