Færsluflokkur: Bloggar
19.4.2007 | 12:45
Það er komið sumar
Sumar og vetur frusu saman, og það er víst ávísun á gott sumar. Eða svo segir hjátrúin og vonandi reynist það rétt. Gleðilegt sumar alles
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2007 | 21:22
úr einu í annað
Fyrir nokkrum vikum fékk ég áfall. Ekki líkamleg, heldur meira svona andlegt. Ástæðan? Jú, Lölla vinkona sagði mér að árgangurinn okkar væri 20 ára gagnfræðingar í ár!! Vá, 20 ár síðan ég hætti í gaggó!!! Og ég sem er bara 25...eða það heldur fólk allavega Svei mér þá, Bæði grá hár og hrukkur spruttu fram. En jæja, gaggóinn var nú bara alveg ágætur. Allir með sítt að aftan og hlustuðu á Wham og Duran Duran. Bara gaman að því
Annars hlakka ég mest til 12. maí. Þá eru þessar helv. kosningar afstaðnar. Rosalega fara kosningar alltaf í taugarnar á mér. Það er ekki hægt að horfa á sjónvar án þessa að politíkusar eru að rífast. Ég er að vinna á leikskóla og ég held bara að börnin þar rífist minna en fólk í framboði. Svo finnst mér stundum eins og allir flokkar segi það sama, bara orði það mismunandi. Ég veit ekki hvað ég ætla að kjósa, veit bara hvað ég ætla ekki að kjósa. Það er einn flokkur sem ég kem aldrei til með að kjósa, en ætla bara að halda því fyrir mig. Jæja nóg um það.
Er ekki annars vorið komið. Það hlýtur að vera sumarið er á næsta leiti og frábært veður í dag. Ekkert bull núna, mæli með sól og blíðu í allt sumar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2007 | 22:42
Tilraun 2
Held að ég sé eithvað að klúðra þessu. Setti færslu inn áðan. Hún birtist tvisvar!! Jæja henti annari út, að ég helt og þá hurfu báðar Held að ég finni mér eithvað annað að gera en að blogga En smá brandari í lokinn
Skyndilega teygir sú gamla sig í áttina að kallinum og slær hann hressilega aftan á hnakkann. Hann dettur úr ruggustólnum, út af pallinum og í blómabeð fyrir framan húsið.
Hann situr smá stund í blómabeðinu, ringlaður en spyr svo: "Hvað í fjandanum átti þetta að þýða?"
"Þetta er af því að þú ert með lítið typpi," svarar sú gamla.
Hann stendur upp og sest aftur í ruggustólinn. Eftir smá stund teygir hann sig yfir og reiðir þeirri gömlu myndarlegt högg, beint aftan á hnakkann. Hún dettur úr ruggustólnum, út af pallinum og beint í blómabeðið hinum megin við pallinn.
Hún situr smá stund í beðinu og spyr svo: "Og fyrir hvað var þetta?"
"Þetta er fyrir að vita að typpi koma ekki bara í einni stærð!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2007 | 14:49
Þetta tungumál er bara dásamlegt :-)
At lyktirnar lýsa, er tín ábyrgd!
Tað er rætt og slætt vandamikið, at bilar koyra við ljósum, sum
ikki eru í lagi.
Tað skal ikki nógv meira til enn at ganga eina ferð rundan um
bilin og hyggja eftir, um øll ljósini lýsa, sum tey eiga.
Best er at vera tvey um uppgávuna:
annað situr í bilinum og tendrar fjarljósini, blunkljósini og
bakkiljósini og traðkar á bremsuna, so bremsuljósini lýsa.
So er tað aftur píkatíð
Frá sunnudegnum 15. oktober er aftur loyvt at brúka píkur.
(nagla-dekk)
Tað kann hugsast, at sumir verða freistaðir at seta píkurnar upp
undir komandi vikuskiftið, en ikki ráðiligt at seta píkarnar undir
til dømis fríggjadagin ella leygardagin, bara frá sunnudegnum
Ekki biðja um þýðingu á þessu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2007 | 23:54
nýtt blogg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2007 | 23:49
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Anna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 8680
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar