Færsluflokkur: Bloggar
13.11.2007 | 15:05
læra meira
Jæja kannski að ég skelli smá bloggi um ekkert áður en ég fer að læra. Já það er sem sagt brjálað að gera í lærdómnum eins og reyndar síðustu vikur. Nú styttist í prófin og það er farið að örla á smá prófstressi. En er það ekki bara holt að vera með smá stress? Þessa dagana er ég svo í vettvangsnámi. Ekki leiðinlegt að vera búin kl. 2 á deginn Skemmtilegt að kynnast öðrum leikskólum og sjá hvernig þeir vinna. Þessi er allt öðruvísi en sá sem ég er á, en hvort það sé eitthvað verra eða betra ætla ég ekki að dæma um. Leikskólarnir eru sennilega jafn ólíkir og þeir eru margir og það er bara jákvætt. Já, er bara frekar jákvæð þessa dagana enda ekki annað hægt það eru alveg að koma jól vvíiiiiiiiiiiiiiiii Mig langar að skreyta, hlusta á jólalög, skrifa jólakort og allt það. Ætla sko að vera búin að þessu öllu fyrir próf þannig að það skeður í þessum mánuði En nú má ég ekkert vera að þessu bulli, það bíður mín lærdómur og starfsmannafundur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2007 | 13:31
tölvupóstur dagsins
Það er nú eitthvað til í þessu!!
Fólk sem að fæddist fyrir 1990 ættti að vera dáið!!! (eða vorum við bara heppin??)
Já, samkvæmt löggjöfum og skriffinnum nútímans ættu þau okkar sem voru börn á 5., 6., 7. og 8. áratuga síðustu aldar ekki að hafa lifað af.
HVERS VEGNA VAR ÞESSI NIÐURSTAÐA OKKAR SVONA?
-Jú, barnarúmin okkar voru máluð með blýmálningu.
-Það var engin barnalæsing á lyfjaglösum, hurðum eða skápum
og þegar við hjóluðum notaði ekkert okkar hjálm.
-Sem börn sátum við í bílum án öryggisbelta og/eða púða.
-Að fá far á vörubílspalli var sérlega gaman.
-Við borðuðum brauð með smjöri, drukkum gos með sykri, en fæst okkar lentu í offituvandamálum, því við vorum alltaf úti að
leika
-Við deildum gjarnan gosflösku með öðrum og allir drukku úr sömu flöskunni án þess að nokkur létist.
-Við vörðum löngum stundum í að byggja kassabíl úr dóti og drasli og þutum á honum niður brekkuna, bara til að uppgötva að við höfðum gleymt bremsunum. Eftir nokkrar veltur lærðum við að leysa vandamálið.
-Við fórum að heiman snemma á morgnanna til að leika okkur allan daginn og komum aftur heim í kvöldmat Enginn hafði möguleika á því að ná í okkur yfir daginn.
-Engir farsímar. Ha, engir farsímar? Óhugsandi! Sumir áttu litlar talstöðvar sem var flott að eiga!
-Við áttum ekki Playstation, Nintento 64, X-box, enga tölvuleiki, ekki fjölmargar rásir í sjónvarpinu, ekki video, ekki gervihnattasjónvarp, ekki heimabíó, farsíma,
heimilistölvu eða spjallrásir á Internetinu.
-Við eignuðumst vini! Við fórum bara út og fundum þá.
-Við duttum í skurði, skárum okkur, fótbrotnuðum, brutum tennur, en enginn var kærður fyrir þessi óhöpp. Þetta voru jú óhöpp. Það var ekki hægt að kenna neinum um? nema okkur sjálfum. Manstu eftir óhappi?
-Við slógumst, urðum blá og marin og lærðum að komast yfir það.
-Við lékum okkur í nýbyggingum, fundum upp leiki með naglaspýtum og drasli og átum Maðka og reyktum njóla. Þrátt fyrir aðvaranir voru það ekki mörg augu sem duttu út og ekki lifðu maðkarnir inni í okkur til eilífðar og margir gáfust upp á fyrsta njólanum!
-Við hjóluðum eða gengum hvert til annars, bönkuðum á dyrnar, gengum inn og létum eins og heima hjá okkur.
-Við lékum okkur úti eftir kvöldmat, fórum í fallin spýta, eina krónu, eltingaleik eða feluleik, svo ekki sé minnst á löggu og bófa. Svo þegar aldurinn sagði til sín fórum við í kossaleik og eignuðumst kærustu/kærasta.
-Það þurfti engar félagsmiðstöðvar eða neina til að stjórna okkur - Við stjórnuðum okkur sjálf.
-Sumir nemendur voru ekki eins glúrnir og aðrir, þeir lentu í tossabekk. Hræðilegt.... En þeir lifðu af.
-Engin vissi hvað Rídalín var og engin bruddi pillur sem barn.
-Við fórum í sunnudagsskóla eða sóttum KFUM og K, sungum og vorum í Skátunum og lærðum hnúta og kurteisi.
-Ef það sprakk á hjólinu lagfærðum við það í sameiningu og alveg sjálf.
-Morgunkornið okkar var m.a. TRIX morgunkorn, og við lifðum af litarefnið í því...
OG AFLEIÐINGIN ER ÞESSI!
Síðustu 50 ár hafa verið sprengja nýsköpunar og nýrra hugmynda. Við áttum frelsi, sigra ósigra og ábyrgð og við lærðum að takast á við það allt saman. Við sem ólumst upp áður en löggjafi og stjórnvöld settu lög og reglur um líf okkar sem þeir segja að sé "okkur sjálfum fyrir bestu"?.
Þessi kynslóð hefur alið af sér fólk sem er tilbúið að taka áhættu, góð að leysa vandamál og bestu fjárfestar nokkru sinni.
Við áttum bara gott líf er það ekki?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2007 | 17:58
hristingur
Ég hata jarðskjálfta og auðvitað þurfa helv. skjálftarnir að vera á suðurlandinu. Fann einn í vinnunni í gær og það mátti varla labba um eftir það þá helt ég að það væri skjálfti. Og áðan var í mesta sakleysi að versla þegar allt fór af stað. Reyndar kom enginn hristingur, heldur eitt þungt högg. Hvar á landinu kemur aldrei jarðskjálfti? Spurning um að flytja þangað
Annars er ég bara að læra á milli þess sem ég hristist í jarðskjálftum. Og svo eru að koma jól. Það er nú farið að örla á smá tilhlökkun þrátt fyrir allan lærdóminn. Ég var fyrir stuttu að þrífa gluggana að utan, og mig langaði mest til að skella upp jólaseríu Ætla sko að vera búin að því áður en ég byrja að læra undir próf Jæja best að hætta þessu bulli áður en ég fer að raula jólalögin við tölvuna og fara að læra. Góða helgi alles.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2007 | 19:02
demm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2007 | 19:27
jæja
Það er farið að rukka mig um blogg, þó ekki vær nema broskarl svo hér er einn Annars er bara gott að frétta. Brjálað að gera í náminu eins og alltaf. Síðari innilotan á þessari önn var í síðustu viku. Framundan er vettvangsnám og svo próf. Allt að gerast.
En í allt annað. Grillaði á sunnudagskvöldið sem ekki er í frá sögu færandi. Nema myrkrið var eitthvað að þvælast fyrir mér, skandall hvað það dimmir snemma. Jæja, pældi svo sem ekki mikið í því þar sem það átti að kvikna á útiljósunum. Þannig að ég kveikti bara ljósið í herberginu í von um að fá smá birtu og svo var kveikt upp í grillinu. Lítil var birtan, komst að því að perurnar í útiljósinu eru sprungnar og þarna stóð ég upp á 3ju hæð, í dimmunni, með grilltöngina í annarri og vasaljós í hinni Já það þarf að bjarga sér
En jæja, komin með smá blogg og nú þarf ég að klára ritgerð. Þann 18.des fer ég svo í síðasta próf fyrir jól og þá kemst ég loksins í langþráð skrapp. Það verður sko ekki leiðinlegt, get ekki beðið. Sem betur fer er engin skrapbúð hérna, þá færi eitthvað lítið fyrir lærdómunum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2007 | 13:01
:)
Maðurinn var að klæða sig úr fyrir nóttina, leit á gráu bringuhárin
sín og sagði :
"Nokkur fleiri grá hár í víðbót og ég fer á eftirlaun"
Þá heyrðist í kerlingunni
" Líttu lengra niður og þá færðu örorkubætur"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2007 | 20:40
stress gærkvöldsins
Það er margt sem ég tek mér fyrir hendur svona á gamalsaldri. Ég handlagsbraut mig í fyrsta skipti (í des á síðasta ári), settist aftur á skólabekk og til að toppa allt þá fór ég í fyrsta skipti á föndurnámskeið Já skellti mér á skrappnámskeið í gærkvöldi. Reyndar var ég í einu stresskasti fyrir námskeiðið. Ekki samt út af því að ég væri að fara á námskeiðið, ónei. Allt byrjaði þetta kvöldið fyrir námskeiðið þegar ég uppgvöta rétt áður en ég sofna að ég hafði gleymt að prent út myndirnar (gleymdi því sökum lærdóms) Jæja byrjaði daginn eftir á að finna hvaða myndir ég ætlaði að fara með og fór svo að vinna. Eftir vinnu hafði ég hálftíma til að prenta út myndir og græja mig til. Prentarinn fór af stað og myndirnar komu fjólubláar út...blekið var búið. Eftir að hafa skipt um var komið að tilraun tvö. Nema hvað núna komu myndirnar alltof litlar, komst reyndar svo að því að ég hefði getað notað þær. Allavega þá fór 3ja tilraun fram. Loks tókst þetta og 2 mín áður en ég var sótt kláraði ég að ganga frá síðustu myndinni. Stresskastinu lauk um leið og ég lagði af stað og ljóst var að myndirnar kæmust með En námskeiðið var frábært og það eina sem mig vantar núna eru fleiri tímar í sólahring. Það er nokkuð ljóst að það verður skrappað hvenær sem tími gefst
Jæja farin að horfa á Allt í drasli og svo læra meira.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2007 | 22:18
mikið að gera
Brjálað að gera hjá mér þessa dagana. Vinna, læra, sofa. Já, það er rosalega mikið að læra og mikið af frítímanum fer í það. Þannig að það er lítill frítími. Gef mér samt tíma í að horfa á eins og einn Liverpool leik um helgar Hvernig fer maður af eina helgi án þess að horf á leik? Ég sagði nú samt upp bæði sýn og sýn 2...já eða eiginlega sé sýn um það sjálft. Ég ætlaði að vera með sýn 2 í gíró, þannig að ef það kæmi mánuður þar sem ég sæi fram á að geta ekki horft á sýn 2 sökum tímaskorts að þá ætlaði ég ekki að borga þann mánuðinn. Sýn átti að taka áfram af kortinu mín. En gaurinn sem hringdi lét hætt að taka sýn af kortinu þannig að ég fékk gíró fyrir báðum stöðvum. Þannig að ég bara sagði öllu upp enda búin að finna ódýrari leið. Já, mikill er máttur netsins
Já skólinn...gengur bara ágætlega. Eins og áður sagði þá er brjálað að gera. Endalaus verkefni og ein einkunn í hús. Skrítið samt að fá einkunn eftir langa veru frá skólabekk. Jæja má ekkert vera að þessu, það bíður mín eitt hugarkort. Hvað skildi það nú vera? Örugglega eitthvað nýyrði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.9.2007 | 18:43
ljóskubrandari :)
Kærastinn spyr : Af hverju á myndin að vera?
Ljóskan: Miðað við myndina utan á kassanum þá á þetta að vera hani.
Kærastinn ákveður að fara að hjálpa henni með pússlið.
Þegar hann kemur hleypir hún honum inn og leiðir hann að borðinu þar sem hún hefur dreift úr öllum bitunum í pússlinu.
Hann skoðar bitana í smástund, lítur á kassann, snýr sér þá að henni og segir : "Í fyrsta lagi, alveg sama hvað við gerum, eigum við ekki eftir að geta sett bitana þannig saman að þeir muni á nokkurn hátt líkjast hana."
Hann tekur í hönd hennar og segir: "Í öðru lagi, vertu róleg, fáum okkur góðan tebolla og svo skulum við..." segir hann andvarpandi....... "..setja allt kornflexið í kassann aftur."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.8.2007 | 14:24
karlrembubrandari
ástandið þegar eldingu laust niður í annan vænginn. Ein kona tapaði sér
alveg. Hún stóð upp fremst í vélinni og öskraði "Ég er of ung til að
deyja!!". Síðan kallaði hún "ef ég á að deyja núna þá vil ég að síðustu
mínútur mínar í þessu jarðlífi verði minnisverðar. Er einhver hér í
flugvélinni sem getur látið mér líða eins og sannri konu?"
Það sló á þögn í vélinni og fólkið starði á örvæntingarfullu konuna fremst í
vélinni. Þá stóð karlmaður frá Texas upp aftarlega í vélinni. Hann var
myndarlegur, hávaxinn, vel vaxinn. Hann gekk rólega fram ganginn og byrjaði
að hneppa frá sér skyrtunni, einni tölu í einu. Enginn annar hreyfði sig.
Hann fór úr skyrtunni og hnyklaði brjóstvöðvana. Hún tók andköf...
Þá, sagði hann...
"Straujaðu þessa og færðu mér bjór".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Anna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar