8.2.2008 | 20:02
nú er úti veður vont
Það er blíðan úti, eða svoleiðis. Já alltaf sama góða veðrið hérna á klakanum. Jæja kosturinn við rok og rigningu er að helv. snjórinn fer. Reyndar tekur ekkert betra við, endalaus hálka. Ég þakka mínu sæla þegar ég var komin hérna inn heima og það án þess að detta. Munaði reyndar litlu í eitt skipti. Alveg nóg að reyna að halda sér á löppunum, en þegar vindhviður feykja manni í burtu að þá er það frekar erfitt. En þetta hafðist sem betur fer. En talandi um snjó, þá var ég farin að halda að bærinn væri að fara í kaf. Það er langt síðan ég man eftir svona svakalega miklum snjó. Eiginlega ekki síðan í denn, í gömlu góðu götunni minni. Þá þótti mér ekki leiðinlegt að fara út og velta mér ís snjónum, búa til snjókarl, snjóhús eða hvað þetta var allt saman sem ég brallaði í þá daga. En nú er öldin önnur (reyndar komin allt önnur öld), get ekki sagt að mér finnist þetta spennandi. Get ekki beðið eftir því að geta labbað í vinnuna án þess að klofa yfir skafla, ruðning eða vera næstum því dottin á hausinn í hálku
Annars þarf ég að kaupa mér nýjan síma. Eins og þið vitið sem þekkið mig þá get ég verið snillingur. Allavega tókst mér fyrir viku síðan að missa síman tvisvar sama daginn...og það áður en ég fór í vinnuna um morguninn. Núna kemur sem sagt ekki mynd á skjáinn og ef síminn hringir þá þarf ég að tala með hátalara á. Mjög skemmtilegt Spurningin er bara hvernig síma ég eigi að fá mér. Og svona í lokin þá fékk ég að vita það í vinnunni í dag að ég væri svolítið lítil kennari Það var ein 4 ára sem sagði þetta við mig. Já börnin eru ekki mjög gömul þegar þau fatta að ég verði seint talin með þeim hávöxnu En jæja, nú er bara að vona að snjórinn fari. Góða helgi alles
Um bloggið
Anna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.