10.10.2007 | 19:27
jæja
Það er farið að rukka mig um blogg, þó ekki vær nema broskarl svo hér er einn Annars er bara gott að frétta. Brjálað að gera í náminu eins og alltaf. Síðari innilotan á þessari önn var í síðustu viku. Framundan er vettvangsnám og svo próf. Allt að gerast.
En í allt annað. Grillaði á sunnudagskvöldið sem ekki er í frá sögu færandi. Nema myrkrið var eitthvað að þvælast fyrir mér, skandall hvað það dimmir snemma. Jæja, pældi svo sem ekki mikið í því þar sem það átti að kvikna á útiljósunum. Þannig að ég kveikti bara ljósið í herberginu í von um að fá smá birtu og svo var kveikt upp í grillinu. Lítil var birtan, komst að því að perurnar í útiljósinu eru sprungnar og þarna stóð ég upp á 3ju hæð, í dimmunni, með grilltöngina í annarri og vasaljós í hinni Já það þarf að bjarga sér
En jæja, komin með smá blogg og nú þarf ég að klára ritgerð. Þann 18.des fer ég svo í síðasta próf fyrir jól og þá kemst ég loksins í langþráð skrapp. Það verður sko ekki leiðinlegt, get ekki beðið. Sem betur fer er engin skrapbúð hérna, þá færi eitthvað lítið fyrir lærdómunum
Um bloggið
Anna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hvað ? steikin klikkaði nú ekki .það var eins og að þú hafir gert þetta áður í svartamyrkri :)
hnefi (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.