25.9.2007 | 20:40
stress gærkvöldsins
Það er margt sem ég tek mér fyrir hendur svona á gamalsaldri. Ég handlagsbraut mig í fyrsta skipti (í des á síðasta ári), settist aftur á skólabekk og til að toppa allt þá fór ég í fyrsta skipti á föndurnámskeið Já skellti mér á skrappnámskeið í gærkvöldi. Reyndar var ég í einu stresskasti fyrir námskeiðið. Ekki samt út af því að ég væri að fara á námskeiðið, ónei. Allt byrjaði þetta kvöldið fyrir námskeiðið þegar ég uppgvöta rétt áður en ég sofna að ég hafði gleymt að prent út myndirnar (gleymdi því sökum lærdóms) Jæja byrjaði daginn eftir á að finna hvaða myndir ég ætlaði að fara með og fór svo að vinna. Eftir vinnu hafði ég hálftíma til að prenta út myndir og græja mig til. Prentarinn fór af stað og myndirnar komu fjólubláar út...blekið var búið. Eftir að hafa skipt um var komið að tilraun tvö. Nema hvað núna komu myndirnar alltof litlar, komst reyndar svo að því að ég hefði getað notað þær. Allavega þá fór 3ja tilraun fram. Loks tókst þetta og 2 mín áður en ég var sótt kláraði ég að ganga frá síðustu myndinni. Stresskastinu lauk um leið og ég lagði af stað og ljóst var að myndirnar kæmust með En námskeiðið var frábært og það eina sem mig vantar núna eru fleiri tímar í sólahring. Það er nokkuð ljóst að það verður skrappað hvenær sem tími gefst
Jæja farin að horfa á Allt í drasli og svo læra meira.
Um bloggið
Anna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.