smá blogg

Ég er nú ekki að standa mig í þessum bloggmálum.

En allavega heldur systir mín því fram að ég sé með búðareitrun. "Sjúkdómurinn" lýsir sér þannig að ég fer helst ekki að versla nema það sé ekkert orðið til og endar oftast í einhverjum pirring. Sérstaklega ef mig vantar eithvað ákveðið og ég er bara ekki að finna það, jafnvel þó ég þræði allar verslanir á svæðinu. Skeði síðast í gær þegar ég ætlaði að kaupa jakka. En fer ekki út í það, verð bara pirruð aftur W00t  Jæja í gærkvöld var svo komið að árgangsmótinu. Já heil 20 ár síðan ég hætti í gaggó. Gaman að hitta liðið, sérstaklega þau sem maður hefur ekki hitt í fjöldamörg ár...jú og hin líka auðvitað Grin  Komst að því að ein er að verða amma. Ekki mamma, heldur amma. Já, ég er sem sagt komin á ömmualdur og er bara rétt rúmlega 25!! Það var fín mæting á mótið og vel heppnað í alla staði. Og enn ein myndatakan. Er orðin nokkuð öflug í myndatökum. Og þá er ég ekki að meina myndir sem ég tek heldur er ég fyrir framan myndavélina..og ég er sko ekki mikið fyrir það. Jæja, það byrjaði í síðustu viku þegar það var myndataka í vinnuni. Gaurinn sem tók myndir þar sagði mér öruggelga 10 sinnum að brosa...ég geri lítið að því að brosa fyrir framan myndavélar. Daginn eftir fór ég í passamyndatöku af illri nauðsyn (það er svona þegar ég gretti mig á öllum myndum) og svo í gær var bekkjarmyndataka. Enda bara 20 ár síðan síðasta mynd var tekin Grin  Það verða ekki teknar fleirri myndir af mér á árinu.

Góða vinnuviku alles


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna

Höfundur

Anna Þóra
Anna Þóra
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 8680

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband