6.5.2007 | 15:05
ætli þetta virki núna?
Jæja ætli þetta virki núna? Bloggaði í morgun og hvað varð um þá færslu er mér hulin ráðgáta. Svei mér þá, ég og blogg eigum bara ekki samleið Allavega var bloggið um það hversu hættulegt það væri að komast ekki í vinnuna. Þegar ég var í handlegsbrotinu þá horfði ég á allar þær sápur sem ég gat...Leiðarljós, Beverly Hills og Melrose Place. Ég veit, botninum er náð þegar maður sest yfir Leiðarljósi. Sennilega hefði ég líka horft á sápurnar á stöð 2 ef ég hefði ekki fórnað þeirri stöð fyrir enska boltan. Sá bara fram á að ef ég væri með allar stöðvar þá kæmist ég ekki í vinnu fyrir sjónvarpsglápi. Jæja, síðustu daga hef ég legið í flensu og ekki tók betra við. Búin að horfa á endalaust marga þætti á netinu af Nágrönnum. Það var nú örugglega eina sjónvarpsefnið sem ég sá eftir þegar ég hætti með stöð 2. Eins gott að ég fari að komast aftur í vinnuna
Um bloggið
Anna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 8680
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.