úr einu í annað

Fyrir nokkrum vikum fékk ég áfall. Ekki líkamleg, heldur meira svona andlegt. Ástæðan? Jú, Lölla vinkona sagði mér að árgangurinn okkar væri 20 ára gagnfræðingar í ár!! Vá, 20 ár síðan ég hætti í gaggó!!! Og ég sem er bara 25...eða það heldur fólk allavega Whistling   Svei mér þá, Bæði grá hár og hrukkur spruttu fram. En jæja, gaggóinn var nú bara alveg ágætur. Allir með sítt að aftan og hlustuðu á Wham og Duran Duran. Bara gaman að því

Annars hlakka ég mest til 12. maí.  Þá eru þessar helv. kosningar afstaðnar. Rosalega fara kosningar alltaf í taugarnar á mér. Það er ekki hægt að horfa á sjónvar án þessa að politíkusar eru að rífast. Ég er að vinna á leikskóla og ég held bara að börnin þar rífist minna en fólk í framboði.  Svo finnst mér stundum eins og allir flokkar segi það sama, bara orði það mismunandi. Ég veit ekki hvað ég ætla að kjósa, veit bara hvað ég ætla ekki að kjósa. Það er einn flokkur sem ég kem aldrei til með að kjósa, en ætla bara að halda því fyrir mig. Jæja nóg um það.

Er ekki annars vorið komið. Það hlýtur að vera sumarið er á næsta leiti og frábært veður í dag. Ekkert bull núna, mæli með sól og blíðu í allt sumar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf

Hehehe sorry að ég hafi valdið þér andlegu áfalli með þessum fréttum . En þú verður vonandi búin að ná þér fyrir árgangsmótið

Ólöf , 16.4.2007 kl. 21:32

2 Smámynd: Anna Þóra

Jájá, verð spræk þar...þú mætir líka

Anna Þóra, 16.4.2007 kl. 22:57

3 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Gamla rör

Brynja Hjaltadóttir, 17.4.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna

Höfundur

Anna Þóra
Anna Þóra
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 8680

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband