góður :)

Eldri hjón lágu í rúminu kvöld eitt.

Eiginmaðurinn var við það að sofna, en frúin var í rómantísku skapi og vildi spjalla.

Hún segir: ” Það var nú sá tími að þú varst vanur að halda í höndina á mér þegar við fórum að sofa”

Samviskusamlega rétti hann höndina yfir til hennar augnablik og reyndi svo að sofna á ný.

Nokkru seinna segir Konan; “Svo varstu vanur að kyssa mig”

Svoldið pirraður beygði hann sig yfir hana og smellti einum á kinnina konu sinni sneri svo bakinu í hana og reyndi enn á ný að sofna.

Mínútu seinna segir hún; “…og svo varstu vanur að bíta mig í hnakkann…”

Reiðilega sviptir eiginmaðurinn sænginni af sér og æddi fram á bað.

“Hvert ertu að fara?” spyr hún.

” Nú, að ná í tennurnar!!!”


smá speki

Jæja þá er ég komin í sumarfrí og nenni ekki að blogga frekar en fyrri daginn.  Skelli hérna smá speki úr tölvupósti dagsins.

 

Speki

Kannski verðum við að hitta ranga fólkið áður en við hittum rétta fólkið, svo að við kunnum að vera þakklát þegar við hittum loksins þann sem hentar okkur.

 

Kannski opnast dyr hamingjunnar á einum stað um leið og þær lokast á öðrum, en oft störum við svo lengi á lokuðu dyrnar að við sjáum ekki hinar sem hafa opnast.

 

Kannski er bestu vinurinn sá sem þú getur rólað þér með á veröndinni án þess að segja orð og síðan gengið í burtu og liðið eins og þú hafir átt eitt besta samtal ævi þinnar.

 

Kannski er satt að við vitum ekki hvað við höfum átt þangað til að við missum það, en það er líka satt að við vitum oft ekki hvers við höfum saknað fyrr en við öðlumst það.

 

Það eitt að gefa einhverjum alla okkar ást tryggir ekki að viðkomandi elski okkur á móti.
Ekki búast við ást í skiptum fyrir ást; bíddu þangað til ástin vex í hjörtum annarra og ef það gerist ekki, skaltu þakka fyrir að ástin hafi vaxið og dafnað í þínu hjarta

 

Kannski tekur það einungis mínútu að brjóta einhvern niður, klukkutíma að láta sér líka við einhvern og einn dag að verða ástfangin af einhverjum, en það getur tekið lífstíð að gleyma einhverjum.

 

Kannski ættir þú að reyna að ná í einhvern sem fær þig til að brosa, vegna þess að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.

 

Ekki fara eftir útliti, það getur blekkt. Ekki fara eftir auðævum, þau geta horfið. Finndu einhvern sem fær hjarta þitt til að brosa.

 

Þegar þú fæddist varstu grátandi og allir í kringum þig voru brosandi. Lifðu þannig að þegar þú deyrð verðir þú brosandi og allir í kringum þig grátandi.

 

 


alveg að koma helgi

jjjjeeessss ég náði öllum prófunum. Nú get ég farið að bíða eftir sólinn og sumrinu og jörð sem hristist ekki Grin   Vonandi þarf ég aldrei að læra félagsfræði aftur...mikið ferlega er það leiðinlegt fag. Þetta er eitt af þeim fögum sem hefur alltaf verið fyrir ofan mitt skilningarvit. En enginn lærdómur í sumar þar sem ég þarf ekki að taka upp nein próf...vá hvað ég er sátt við það. En jæja rétt upp hend sem ætlar að horfa á Desperate houswife. Ég rétti sko upp báðar Tounge   En eins og ég sagði síðast þá er mál málana á laugardaginn þegar EM byrjar...svei mér ef ég er ekki enn spenntari fyrir því eftir að ég náði prófunum. En nú stór efast ég um að ég nenni að blogga um helgina svo góða helgi alles Grin

hristingur og læti

Ég ætlaði nú alltaf að vera búin að blogga en svona er þetta bara, ég er með gullfiskaminni. Og minnið hefur örugglega minkað síðustu daga. Úff, stressið sem fylgir þessum bevítans skjálftum og sérstaklega þessum stóra. Ég var stödd í vinnuni og það var verið að drekka. Að sitja inn í eldhúsi og heyra hlutina brotna bak við þig og við lappirnar á sér, er mjög óþægileg tilfinning. Þessi var margfellt verri en skjálftinn árið 2000. Þessi stóð svo ferlega lengi. Reyndar brotnaði ekki mikið hjá mér en bæði gömlu og bróðir minn lentu verr í því. Það brotnaði ferlega mikið hjá gömlu, og sérstaklega af svona gömlum glervörum sem var bara orðið skraut í skápunum hjá þeim. Og leikskólinn var eins og eftir sprengjuárás. En það meiddist enginn og allir komu nokkuð heilir út úr þessu, allavega líkamlega og vonandi andlega líka, og það er jú fyrir öllu.

En að einhverju skemmtilegra tali. Vitið þið hvað er að gerast eftir viku. Ég veit það sko...jú EM í fótbolta er að byrja vííííí GrinÉg er svona eins og litlu krakkarnir að bíða eftir jólunum. Eins gott að allur skjálfti verið þá búinn. Það verst við þetta er að ég verð ekki komin í sumarfrí. En það góð er að ég tapa bara fyrir hálfleik af fyrri leik dagsins. Og ef mig langar rosalega mikið að horfa á fyrri hálfleikinn þá set ég bara á rúv+  Snilld að hafa svona + stöð Grin  Þar kom að því að ég færi að horfa á rúv daglega, það er ekki það oft sem hægt er að horfa á þá stöð, því miður.


neiiiiiiiiiiiii

Hver leyfði þetta veður? Ok, hef ekkert á móti góðu veðri en að þurfa að sitja inni og læra í svona veðri að það er eitthvað sem ætti að banna. Þetta veður mátti sko alveg koma um hádegi á morgunn Grin   Jæja gengur ekki, áfram að læra um innra rétt mætti og hvað þetta heitir nú allt saman Angry

er á lífi

Blogg eftir próf, læt bara brandara flakk með núna...rakst á þennan á netinu Grin

 

Ljóskubrandari

Tvær vinkonur, ljóska og rauðka, voru eitt sinn á gangi þegar svo vildi til að þær gengu fram hjá blómabúð og sáu hvar kærasti þeirrar rauðhærðu var að kaupa blóm. Hún stundi þungan þegar hún sá þetta og sagði:

"Fjárinn, kærastinn minn er enn einu sinni að kaupa blóm handa mér án nokkurrar ástæðu."

Ljóskan leit furðu lostin á vinkonu sína og spurði:

"Af hverju , finnst þér ekki gaman að fá blóm?"

Sú rauðhærða svaraði:

"Jú, jú... en hann er bara alltaf með svo miklar væntingar þegar hann gefur mér blóm og ég bara nenni ekki að eyða næstu þremur dögum í að liggja á bakinu með fæturnar upp í loftið."

Ljóskan varð nú enn ráðvilltari en áður og spurði svo að lokum:

"Áttu ekki blómavasa?"


einn gamall og góður

Það var einu sinni maður sem fór til að kaupa sér skó. Hann gekk niður Laugaveginn og fann þar skóbúð sem hann hafði aldrei séð áður. Þegar inn var komið tók á móti honum Indverji, sem var klæddur í týpíska indverska múnderningu, kuflinn og allt.
Indverjinn segir: "Góður dagur"
"Góðan dag" svarar maðurinn, "ég er kominn til að kaupa kuldaskó"
"Nei, nei, þú kaupa sandalur " segir indverjinn.
"Nei, hva það er að koma vetur, ég hef ekkert vid sandala að gera, mig vantar kuldaskó" endurtekur maðurinn.
"Þú vantar sandalur, sandalur gera þig graður" segir Indverjinn og hneigir sig.
"Gera sandalar mig graðan?" hváir madurinn.
"Já" segir Indverjinn og réttir honum sandala.
Maðurinn hugsar með sér að hann geti nú alveg eins prófað þetta og tekur við þeim.
Eitthvað gekk honum nú illa að koma sér í skóna, enda aldrei áður farið í sandala, en um leið og þeir voru komnir á fætur hans finnur hann þessa líka svakalegur greddu koma yfir sig og hann bara ræður ekki við þörfina.
Hann rýkur á Indverjann, kippir kuflinum upp og ætlar bara að fá sér einn stuttan.
Þá argar Indverjinn upp yfir sig: "Nei, nei, nei, þú vera í krummafótur!"

endalausir brandarar

Sökum tímaskorts verður lítið um bloggfærslur, þær verða að bíða betri tíma, sem verður sennilega ekki fyrr en hægist um í skólanum. Svo hér er bara enn einn brandarinn í viðbót Grin

 

Jónas og frú gátu ekki eignast barn svo þau ákváðu að fá
sæðisgjafa til að koma af starta fjölskyldu. Daginn sem "sæðisgjafinn" átit að
koma í heimsókn, kyssti Jónas konuna sína bless og sagði "jæja, elskan,
ég er þá farinn í vinnuna, maðurinn kemur fljótlega."

Hálf tíma síðar, er fyrir tilviljun, barnaljósmyndari, staddur í
hverfinu hennar og hringir á bjöllunni í þeirri vona að fá verkefni.
"Góðan daginn frú", sagði hann, "ég er komin til að......."
"Ó, þú þarft ekkert að útskýra" sagði Jóna feimnislega, "ég átti von á þér".
"Í alvöru", sagði ljósmyndarinn. "Nú það er ánægjuleg, vissirðu að börn eru
mín sérgrein"?? "Ja, það er nú akkúrat það sem við hjónin vorum að
vonast eftir. Gjörðu svo vel og komdu inn á fáðu þér sæti". Eftir
smástund sagði hún, vandræðalega, "hvar byrjum við?" "Láttu mig
bara sjá um allt. Ég byrja yfirleitt í baðkarinu, svo á sófanum og loks
nokkrar á rúminu. Stundum er meira að segja stofugólfið heppilegast,
það er hægt að teygja svo vel úr sér það "

Baðkarið, stofugólfið, hugsaði Jóna, Engin undra að þetta gekk
ekkert hjá okkur hjónum - "Já, frú mín góð, ég get ekki lofað
fullkomnum árangri í hvert skipti, en ef við notum mismunandi stellingar og ég
skýt frá mismunandi sjónarhornum, þá þori ég að lofa að þú verður
ánægð með útkomuna." Vá, það er aldeilis mikið sagði Jóna með
andköfum. "Frú mín góð, í mínu starfi verður maður að gefa sér
góðan tíma í hlutina. Ég mundi gjarnan vilja skjótast í þetta en
ég er viss um að þú yrðir ekki ánægð með útkomuna." "Ætli maður kannist
ekki við svoleiðis", tautað Jóna lágt. Ljósmyndarinn dró upp nokkur
sýnishorn af barnamyndum og benti Jónu á árangurinn.

"Mér tókst sérstaklega vel til með þessa tvíbura" sagði
ljósmyndarinn, "eins og mamma þeirra var þó erfið". - "Var hún erfið?", spurði Jóna.
"Ég er nú hræddur um það. Ég varð að fara með hana í
lystigarðinn til að ná að ljúka verkinu vel. Fólk safnaðist að og fylgdist með."
"Fylgdist með?" sagði Jóna og gapti af undrun - "og þetta tók í allt 3
tíma. Móðirin hrópandi og kallandi allan tímann - ég gat varla
einbeitt mér, svo þegar það byrjaði að dimma varð ég að gefa í, en það
var ekki fyrr en íkornarnir voru farnir að narta í græjurnar þá varð
ég að hætta og ganga frá."

Jóna hallaði sér fram og sagði "voru þeir í alvöru farnir að narta
í .... græjurnar?" "Þetta er alveg satt frú mín góð."

"Jæja ef þú ert tilbúin þá ætla ég að gera þrífótinn kláran"
"ÞRÍFÓTINN"???

"Ó já, frú Jóna. ÉG verð að nota þrífót "to put my Canon on, It's
much too big to be held in the hand very long."


þessi er nokkuð góður :)

One day my mother was out and my dad was in charge of me.

I was maybe 2 1/2 years old and had just recovered from an accident.

Someone had given me a little 'tea set' as a get-well gisnilldft and it was
one of my favorite toys.

Daddy was in the living room engrossed in the evening news when I
brought Daddy a little cup of 'tea', which was just water.

After several cups of tea and lots of praise for such yummy tea, my
Mom came home.

My Dad made her wait in the living room to watch me bring him a cup of tea, because it was 'just the cutest thing!'

My Mom waited, and sure enough, here I come down the hall with a cup
of tea for Daddy and she watches him drink it up.

Then she says, 'Did it ever occur to you that the only place that baby can reach to get water is the toilet?'

nú er úti veður vont

Það er blíðan úti, eða svoleiðis. Já alltaf sama góða veðrið hérna á klakanum. Jæja kosturinn við rok og rigningu er að helv. snjórinn fer. Reyndar tekur ekkert betra við, endalaus hálka. Ég þakka mínu sæla þegar ég var komin hérna inn heima og það án þess að detta. Munaði reyndar litlu í eitt skipti. Alveg nóg að reyna að halda sér á löppunum, en þegar vindhviður feykja manni í burtu að þá er það frekar erfitt. En þetta hafðist sem betur fer. En talandi um snjó, þá var ég farin að halda að bærinn væri að fara í kaf. Það er langt síðan ég man eftir svona svakalega miklum snjó. Eiginlega ekki síðan í denn, í gömlu góðu götunni minni. Þá þótti mér ekki leiðinlegt að fara út og velta mér ís snjónum, búa til snjókarl, snjóhús eða hvað þetta var allt saman sem ég brallaði í þá daga. En nú er öldin önnur (reyndar komin allt önnur öld), get ekki sagt að mér finnist þetta spennandi. Get ekki beðið eftir því að geta labbað í vinnuna án þess að klofa yfir skafla, ruðning eða vera næstum því dottin á hausinn í hálku Devil

Annars þarf ég að kaupa mér nýjan síma. Eins og þið vitið sem þekkið mig þá get ég verið snillingur. Allavega tókst mér fyrir viku síðan að missa síman tvisvar sama daginn...og það áður en ég fór í vinnuna um morguninn. Núna kemur sem sagt ekki mynd á skjáinn og ef síminn hringir þá þarf ég að tala með hátalara á. Mjög skemmtilegt Grin Spurningin er bara hvernig síma ég eigi að fá mér. Og svona í lokin þá fékk ég að vita það í vinnunni í dag að ég væri svolítið lítil kennari Grin Það var ein 4 ára sem sagði þetta við mig. Já börnin eru ekki mjög gömul þegar þau fatta að ég verði seint talin með þeim hávöxnu Grin  En jæja, nú er bara að vona að snjórinn fari. Góða helgi alles Smile


Næsta síða »

Um bloggið

Anna

Höfundur

Anna Þóra
Anna Þóra
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 8445

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband